Brotist inn í leikskóla og bílaumboð á Akureyri

Brotist var inn í leikskólann Krógaból við Bugðusíðu á Akureyri sl. nótt. Þar var stolið m.a. Dell fartölvu, hljómborði, skanna og nokkrum stafrænum myndavélum af gerðinni Canon. Einnig var brotist inn í húsnæði Brimborgar við Tryggvabraut. Þar var stolið lítilræði af peningum og síðan fór þjófurinn eða þjófarnir á brott á Ford Mondeo fólksbifreið árgerð 2011. Bifreiðin er brún að lit með skráningarnúmerinu OO M86. Þeir sem kunna að hafa orðið bifreiðarinnar varir og eða vita hvar hún er niðurkomin eru vinsamlegast beðnir að hafa samband við lögregluna á Akureyri í síma 464 7705.

 

 

Nýjast