Brotist inn í báta í Sandgerðisbót

Brotist var inn í skútu og smábát í Sandgerðisbót á Akureyri sl. nótt. Samkvæmt upplýsingum lögreglu var fartölvu stolið úr bátnum og spennibreyti úr skútunni. Lögreglan hefur engar vísbendingar um hver eða hverjir voru þarna á ferð og er málið í rannsókn. Þá var kona stöðvuð af lögreglu eftir hádegi í dag grunuð um ölvun við akstur.

Konan var látin blása í mælitæki lögreglunnar og í kjölfarið var hún svipt ökuréttindum sínum á staðnum.

Nýjast