07. apríl, 2010 - 07:43
Fréttir
Fylkir vann öruggan 3:0 sigur gegn KA er liðin mættust í KA- heimilinu í úrslitakeppni MIKASA- deildar kvenna í blaki í gærkvöld.
Fylkir vann allar þrjár hrinurnar, 25:12, 25:21 og 25:22.
Þar með dofnuðu vonir KA um að næla í bronsverðlaun á Íslandmótinu verulega. Mikil forföll voru
í liði KA í leiknum og vantaði t.a.m. þær Huldu Elmu Eysteinsdóttur og Birnu Baldursdóttur í liðið og munaði um minna.