Bæjarstjórn Akureyrarbæjar hefur samþykkt breytingar á aðal skipulagi fyrir svokallaðan Tjaldsvæðisreit sem þýðir að tjaldsvæðið við Þórunnarstræti verður lagt af. Svæðið er í dag að hluta skilgreint sem íbúðarsvæði, sam félags þjónusta og verslun og þjónusta. Í breytingunni er gert ráð fyrir að allt svæðið verði skilgreint sem miðsvæði með blandaðri landnotkun, samfélags þjónustu, verslun og þjónustu og íbúðar svæði.
„Er meðal annars gert ráð fyrir að á svæðinu verði byggð heilsugæslustöð,“ segir í skipulagslýsingunni.