Breytingar á störfum héraðsdýralækna með nýjum Matvælalögum
Í staðinn koma þrjár nýjar stöður héraðsdýralækna sem eingöngu sinna eftirliti, en þrjár slíkar stöður hafa verið fyrir um árabil í þremur umdæmum þ.e. í Skaga- og Eyjafjarðarumdæmi , Reykjavík og Suðurlandsumdæmi. Þar með verða 6 slíkar stöður á landinu öllu við gildistöku laganna. Sú breyting er gerð samtímis á Skaga- og Eyjafjarðarumdæmi að Eyjafjörður og Þingeyjarsýslur verða eitt og nýtt umdæmi, norðausturumdæmi, þar sem umdæmisskrifstofa verður áfram á Akureyri, en Skagafjörður flyst undir nýtt umdæmi sem er norðvesturumdæmi með umdæmisskrifstofu á Sauðárkróki.
Gengið hefur verið frá ráðningu héraðsdýralækna í fjögur umdæmi, en eftir stendur að ráða í
norðvesturumdæmi og vesturumdæmi þar sem enginn núverandi héraðsdýralækna hefur sótt um þær stöður. Ólafur
segir að menn séu sammála um að ekki sé grundvöllur fyrir sjálfstætt starfandi dýralækna í dreifbýli hér
á landi og því sé opinber stuðningur nauðsynlegur til að tryggja bændum og öðrum dýraeigendum á þeim svæðum
sambærilega dýralæknisþjónustu eins og gerist í þéttbýlli héruðum eins og í Eyjafirði. „Staða
héraðsdýralæknis á Húsavík er ein af þeim stöðum sem verður lögð niður í haust, en í báðum
Þingeyjarsýslunum starfar nú einn dýralæknir í fullu starfi þar sem voru þrír héarðsdýralæknar þegar
best lét.,“ segir Ólafur.
„Það má því segja að dýralæknisþjónusta í Þingeyjarsýslum sé í nokkru uppnámi
á meðan ekki er komin niðurstaða í það hvernig opinberum stuðningi við dýralæknisþjónustu í dreifbýli verður
háttað og hvort dýralæknar fáist þar til starfa.“ Ólafur segir greinilegt að hugur ungra dýralækna standi ekki til
þess að starfa sem einyrkjar í dreifbýli. „Því er verulegt áhyggjuefni hvernig dýralæknisþjónustu við
hefðbundinn búskap verður háttað í næstu framtíð í mörgum héruðum.“