Breikka gangstétt í Gilinu og endurnýja gatnamót við Bautann

Framkvæmdir standa yfir í Listagilinu. Mynd/Þröstur Ernir.
Framkvæmdir standa yfir í Listagilinu. Mynd/Þröstur Ernir.

Eins og bæjarbúar á Akureyri hafa tekið eftir hefur Gilið verið lokað fyrir bílaumferð undanfarnar vikur vegna framkvæmda. Samkvæmt upplýsingum blaðsins er verið að endurnýja lagnir og breikka gangstétt að sunnanverðu.

Í framhaldinu verða gatnamótin við Bautann endurnýjuð. Framkvæmdin ætti að vera langt komin um mánaðarmót maí-júní.


Nýjast