Brautskráning í bíðu og bjartviðri
Í dag voru 426 kandídatar brautskráðir á Háskólahátíð Háskólans á Akureyri sem þótti heppnast afar vel. Veðrið lék við háskólaborgarana en margir höfðu á orði að það væri ótrúlegt að alltaf væri sól og gott verður við brotskráningu hjá HA. Háskólaárið 2010-2011 stunduðu ríflega 1500 nemendur nám á þremur fræðasviðum við Háskólann á Akureyri. Skipting kandídata eftir því hvort þeir voru í staðarnámi, fjarnámi eða lotunámi var eftirfarandi:
Staðarnemar: 171
Fjarnemar: 61
Lotunemar: 194
Hug- og félagsvísindasvið: 271
Viðskipta- og raunvísindasvið: 83 Konur eru í miklum meiri hluta þeirra sem brautskráðust eða 316 á móti 110 körlum. Í brautskráningarræðu sinni fjallaði Stefán B. Sigurðsson rektor meðal annars um þær hugmyndir sem upp hafa komið um hagræðingu í háskólakerfinu og hvaða leiðir sé æskilegt að fara í þeim efnum. (Ræðu Stefáns má sjá í heild sinni í öðru skjali í viðhengi).
Viðurkenningu fyrir góðan námsárangur (grunnám) hlutu eftirtaldir: Auðlindafræði – Ívar Örn Pétursson
Félagsvísindi – Heiða Björk Pétursdóttir (ágætiseinkunn)
Grunnskólakennarafræði – Sigþór Atli Björnsson
Hjúkrunarfræði – Sigríður Elín Þórðardóttir (ágætiseinkunn)
Iðjuþjálfunarfræði – Ásta Margrét Rögnvaldsdóttir
Leikskólakennarafræði – Dóra Rún Kristjánsdóttir
Lögfræði – Hjalti Ómar Ágústsson
Viðskiptafræði – Björn Líndal Traustason
Þá var dr. Jón Haukur Ingimundarson, dósent við félagsvísindadeild, verðlaunaður fyrir afburða frammistöðu í starfi sem eykur gæði náms og kennslu.
Góðvinir Háskólans á Akureyri, félag brautskráðra nemenda við HA og annarra velunnara háskólans veittu viðurkenningar til þeirra nemenda sem hafa verð ötulir í því að starfa í þágu háskólans svo sem með nefndarsetum og við kynningarstarf. Fjórir hlutu heiðursverðlaun Góðvina að þessu sinni, þau Lára Kristín Jónsdóttir, Þorbjörg Ólafsdóttir, Eyrún Elva Marinósdóttir og Sveinn Arnarsson.