17. ágúst, 2009 - 09:03
Fréttir
Maður sem braust inn í íbúðarhús við Bogasíðu á Akureyri sl. föstudag, reyndi nýja og frumlega leið til þess að
beina gruni frá sjálfum sér. Hann brá á það ráð að hringja í húsráðanda íbúðarinnar sem hann
hafði brotist inn í og sagðist hafa séð mann fara inn í íbúðina hans þegar hann átti leið þar framhjá um hálf
sexleytið.
Maðurinn hafði stolið tölvu, GPS tæki og peningum úr íbúðarhúsinu. Lögreglan á Akureyri fór brátt að gruna
manninn sjálfan sem tilkynnti um verknaðinn um græsku og við nánari athugun fannst þýfið sem hafði verið stolið úr
íbúðinni í fórum hans. Maðurinn var vistaður í fangageymslu og sleppt að lokinni yfirheyrslu.