Brasilísk sveifla á Heitum fimmtudegi í Deiglunni
Á sjötta Heitum Fimmtudegi, í kvöld 4. ágúst, verður brasilísk sveifla í algleymi í Deiglunni, eins og hún gerist best.
Tónleikarnir hefjast kl. 21:30. Það er brasilíska söng- og leikkonan Jussaman da Silva sem fer fyrir sínu liði sem flytur bossa nova og sömbur frá
Brasilíu á þann hátt sem þeim löndum er einum lagið.
Í liði hennar eru samlandar hennar og brasar þeir: Rodrigo dos Santos Lopes leikur á slagverk, en Rodrigo Junqueira Thomas (Guito) á gítar og söng. Þeir eru starfandi sem tónlistarmenn við Eyjafjörð og hafa þeir tveir oft troðið upp við mikinn fögnuð gesta. Stefán Ingólfsson leikur á rafbassa. Jussanam söng á Heitum Fimmtudegi sumarið 2009 og vakti söngur hennar og túlkun feikna jákvæð viðbrögð. Efnisskráin er mjög fýsileg og smitandi sömbugaldur verður í fyrirrrúmi. Aðgöngumiðar verða seldir við innganginn, og er almennt miðaverð kr. 2.000, og 1.000 kr. fyrir félaga í Jazzklúbbi Akureyrar. Áskriftarkort gilda.