Börnin á Naustatjörn afhentu stærsta afmæliskortið

Börnin ganga með kortið inn á Amtsbókasafnið.
Börnin ganga með kortið inn á Amtsbókasafnið.

Börn og starfsfólk á leikskólanum Naustatjörn gerðu sér ferð á Amtsbókasafnið í vikunni, til þess að afhenda afmæliskort vegna 150 ára afmælis Akureyrarkaupstaðar, sem unnið var á leikskólanum. Hólmkell Hreinsson amtsbókavörður tók á móti hópnum og veitti kortinu viðtöku. Alls komu 126 börn, á öllum fimm deildum skólans, að gerð kortsins, auk starfsmanna en þetta er jafnframt stærsta kort sem safninu hefur borist til þessa og var ekki hægt að koma því í póstkassann. Á kortinu er m.a. að finna myndir úr starfi Naustatjarnar. Nokkrir fulltrúar frá öllum deildum skólans komu með kortið og öll vildu börnin taka þátt í því að koma kortinu inn á Amtsbókasafnið.

Nýjast