Bólusetningar í vikunni

HSN fær 3100 skammta af bóluefni í vikunni. Pfizer bóluefnið verða m.a. nýtt í seinni bólusetningu þeirra sem fengu Pfizer bóluefni 18.-21. maí. Astra Zeneca bóluefnið mun eingöngu verða notað fyrir seinni bólusetningu eftir því sem fram kemur á vef HSN.

Nýjir skammtar af Pfizer bóluefninu verða notaðir samkvæmt handahófs bólusetningalista.  Þriðjudaginn 8. júní er Pfizer bólusetning. Þá er seinni bólusetning og haldið áfram með handahófs aldurshópa. SMS boð verða send til þeirra sem býðst bólusetning þennan dag. Bólusett er frá kl. 12:00 – 16:00

Einnig mega þeir koma sem fengu Astra Zeneca fyrir 4 vikum eða meira milli kl 11:00 og 12:00 ef bráðnauðsynlegt er að flýta seinni skammti. Virkni eykst með lengri tíma milli skammta. Ráðlagt að séu 10-12 vikur. Athugið ekki hægt að koma á öðrum tíma.

Miðvikudaginn 9. júní verður haldið áfram að bólusetja með Pfizer og munum við fara áfram niður handahófslista. SMS boð verður send til þeirra sem býðst bólusetning þennan dag. Bólusett er frá kl. 12:00 – 15:00


Bólusetning er í boði fyrir:

  • þau sem fá boð um að mæta þessa daga.
  • þau sem eru fædd 1966 og fyrr.
  • þau sem tilheyra árgangshóp sem búið er að draga út.
  • Þau sem hafa fengið boð sem þau hafa ekki nýtt sér.

 Bólusetningar á öðrum starfstöðvum

  • Á öðrum heilsugæslum á Norðurlandi mun fólk í þessum hópum fá boð í bólusetningu annaðhvort með sms skilaboðum eða með símtali þar sem tími og staðsetning kemur fram.

 


Athugasemdir

Nýjast