Fyrsta formlega bólusetningin gegn Covid-19 sjúkdómnum á Húsavík fór fram á Hvammi rétt í þessu. Það var elsti íbúi Hvamms, Hólmfríður Sigurðardóttir sem fékk fyrstu formlegu sprautuna en hún varð 100 ára í mars á þessu ári.
Reyndar var það Gísli Ólafsson læknir hjá Heilbrigðisstofnun Þingeyinga á Húsavík sem fékk allra fyrstu sprautuna en hann flaug sérstaklega frá Reykjavík í dag til að fara í klippingu á Háriðjunni og lét bólustetja sig í leiðinni.
Fyrstu 100 skammtarnir af bóluefninu frá Pfizer og BioNtech bárust í dag og verða íbúar Hvamms og Skógarbrekku sem ganga fyrir í þessari fyrstu sendingu. Útlit er fyrir að næsti skammtur bóluefnisins berist eftir um tvær vikur.
Það var Katrín Guðmundsdóttir hjúkrunarfræðingur hjá HSN sem bólusetti Hólmfríði.