Bólusetning fyrir áhættuhópa við árlegri influensu

Bólusetning gegn árlegri inflúensu hefst hjá Heilsugæslustöðinni á Akureyri næsta mánudag og er byrj…
Bólusetning gegn árlegri inflúensu hefst hjá Heilsugæslustöðinni á Akureyri næsta mánudag og er byrjað á þeim sem eru í áhættuhópi. Mynd MÞÞ

Bólusetning gegn árlegri inflúensu hefst hjá Heilsugæslustöðinni á Akureyri næsta mánudag og er byrjað á þeim sem eru í áhættuhópi. Skrá þarf tíma annað hvort á Heilsuveru eða með símtali á heilsugæslustöðina. Bólusett er í Strandgötu 31.

Bent er á að líða þurfi að minnsta kosti 14 daga milli bólusetningar gegn kóvid-19 og inflúensubólusetningar.

Opið er í inflúensubólusetningur frá kl. 14.15 til 18 mánudag, þriðjudag og miðvikudag í næstu viku fyrir þá sem teljast í áhættuhópi.  Einnig verður bólusetning í boði á þar næstu viku, 1. Til 3. nóvember á sama stað og tíma. Áhættuhópar í forgangi eru allir 60 ára og eldri, börn og fullorðnir sem þjást af ýmsum langvinnum sjúkdómum, þungaðar konur og heilbrigðisstarfsmenn sem annast einstaklinga í áhættuhópum.

Þeir sem tilheyra þessum hópum eiga rétt á bóluefni sér að kostnaðarlausu en greiða þarf 500 krónur í komugjald. Aldraðir og öryrkjar eru undanþegnir komugjaldi.  Þau sem eru yngri en 60 ára og tilheyra ekki áhættuhópi samkvæmt skilgreiningu Embætti landlæknis borga bæði komugjald, 500 kr og bóluefnið (vaxigrip Tetra) sem kostar nú 1800 krónur. Þetta kemur fram á vef HSN.


Athugasemdir

Nýjast