Embættið veitist frá 1. mars næstkomandi. Biskup Íslands skipar í embættið til fimm ára að fenginni umsögn valnefndar. Valnefnd skipuðu níu manns úr prestakallinu ásamt prófasti Þingeyjarprófastsdæmis. Bolli Pétur Bollason lauk guðfræðiprófi frá Háskóla Íslands 2000. Hann var vígður prestur til Seljaprestakalls 2002 og hefur þjónað þar síðan.