Bókamarkaðurinn opnar á Akureyri á morgun

Kristján Karl Kristjánsson rekstrarstjóri við nokkrar bækur á bókamarkaðnum.
Kristján Karl Kristjánsson rekstrarstjóri við nokkrar bækur á bókamarkaðnum.

Hinn árlegi Bókamarkaður Félags íslenskra bókaútgefenda er kominn til Akureyrar. Markaðurinn verður opnaður á nýjum stað í bænum á morgun, miðvikudaginn 28. mars kl.11.00, að Baldursnesi 2. Um er að ræða rúmgott og bjart húsnæði norðan við Toyota. Markaðurinn verður opin daglega til og með 10. apríl nk. frá kl. 11-18 en þó verður lokað að venju á föstudaginn langa og páskadag. Kristján Karl Kristjánsson rekstrarstjóri segir að markaðurinn sé svipaður og á síðasta ári en þó séu titlarnir fleiri í ár, eða um 5.000 talsins. Einnig eru í boði stór og glæsileg verk, sem ekki hafi sést áður á markanðnum, m.a. verðlaunabókin um Kjarval. Kristján segir að í boði séu bækur fyrir alla aldurshópa.

Nýjast