Bók Páls tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna

Páll Björnsson.
Páll Björnsson.

Bók Páls Björnssonar, dósents við félagsvísindadeild Háskólans á Akureyri, var á meðal þeirra 10 bóka sem tilnefndar voru til Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2011. Um er ræða bókina Jón forseti allur? Táknmyndir þjóðhetju frá andliti til samtíðar. Athöfnin fór fram í Listasafni Íslands í vikunni. Tilnefnt er í tveimur flokkum, flokki fagurbókmennta og í flokki fræðibóka og rita almenns efnis og eru 5 bækur tilnefndar í hvorum flokki. Verðlaunaupphæðin fyrir hvorn flokk er nú kr. 1.000.000.

 

Eftirfarandi bækur eru tilnefndar í flokki fræðibóka og rita almenns efnis:

Ármann Jakobsson og Þórður Ingi Guðjónsson

Morkinskinna I og II bindi

Útgefandi: Hið íslenzka fornritafélag

 Inga Elsa Bergþórsdóttir og Gísli Egill Hrafnsson

Góður matur, gott líf – í takt við árstíðirnar

Útgefandi: Vaka-Helgafell

Jón Yngvi Jóhannsson

Landnám – ævisaga Gunnars Gunnarssonar

Útgefandi: Mál og menning

Páll Björnsson

Jón forseti allur? Táknmyndir þjóðhetju frá andláti til samtíðar

Útgefandi: Sögufélag

Sigríður Víðis Jónsdóttir

Ríkisfang: Ekkert - Flóttinn frá Írak á Akranes

Útgefandi: Mál og menning

Dómnefnd skipa:

Þorgerður Einarsdóttir, Prófessor við Háskóla Íslands – Formaður

Jón Ólafsson, Prófessor við Háskólann á Bifröst

Auður Styrkársdóttir, Forstöðukona Kvennasögusafns Íslands

Eftirfarandi bækur eru tilnefndar í flokki fagurbókmennta

Guðrún Eva Mínervudóttir

Allt með kossi vekur

Útgefandi: JPV útgáfa

Hallgrímur Helgason

Konan við 1000°

Útgefandi: JPV útgáfa

Jón Kalman Stefánsson

Hjarta mannsins

Útgefandi: Bjartur

Oddný Eir Ævarsdóttir

Jarðnæði

Útgefandi: Bjartur

Steinunn Sigurðardóttir

jójó

Útgefandi: Bjartur

Dómnefnd skipa:

Árni Matthíasson – Formaður

Viðar Eggertsson

Þorgerður Elín Sigurðardóttir

Formenn dómnefndanna tveggja munu velja einn verðlaunahafa úr báðum flokkum ásamt forsetaskipuðum formanni lokadómnefndar. Íslensku bókmenntaverðlaunin 2011 verða afhent um mánaðarmótin janúar-febrúar á komandi ári af Forseta Íslands á Bessastöðum.

Tilnefnt til Íslensku þýðingaverðlaunanna 2011

Samhliða tilnefningum til Íslensku bókmenntaverðlaunanna er tilkynnt um tilnefningar til Íslensku þýðingaverðlaunna. Dómnefnd á vegum Bandalags þýðenda og túlka tilkynnt um þær fimm þýðingar sem þykja skara framúr útgáfuárið 2011. Bandalag þýðenda og túlka stendur fyrir Íslensku þýðingaverðlaununum og veitir Forseti Íslands þau á degi bókarinnar 23. apríl ár hvert á Gljúfrasteini. Bakhjarlar verðlaunanna eru Rithöfundasamband Íslands og Félag íslenskra bókaútgefenda.

Eftirfarandi bækur eru tilnefndar til Íslensku þýðingaverðlaunanna 2011:

Andarsláttur eftir Hertu Müller. Þýðandi: Bjarni Jónsson

Útgefandi: Ormstunga

Fásinna eftir Horacio Castellanos Moya. Þýðandi: Hermann Stefánsson

Útgefandi: Bjartur

Regnskógabeltið raunamædda eftir Claude Lévi-Strauss. Þýðandi: Pétur Gunnarsson

Útgefandi: JPV útgáfa

Reisubók Gúllívers eftir Jonathan Swift. Þýðandi: Jón St. Kristjánsson

Útgefandi: Mál og menning

Tunglið braust inn í húsið. Ljóð eftir marga höfunda. Þýðandi: Gyrðir Elíasson

Útgefandi: Uppheimar

Íslensku bókmenntaverðlaunin

Íslensku bókmenntaverðlaununum var komið á fót árið 1989 í tilefni af 100 ára afmæli Félags íslenskra bókaútgefenda sem stofnað var í Reykjavík í janúar 1889. Fyrsta árið var verðlaununum ekki skipt í flokka en tilnefndar alls 10 bækur. Fyrsti verðlaunahafinn var ljóðskáldið Stefán Hörður Grímsson sem hlaut verðlaunin fyrir bókina Yfir heiðan morgun. Verðlaunaféð var ein milljón króna. Árið eftir var tilhögun verðlaunanna breytt þannig að tilnefndar bækur skiptust í tvo flokka, flokk skáldverka og flokk fræðibóka/bóka almenns efnis og hefur verið svo síðan. Tilnefnt er í upphafi desember hver ár og verðlaunin síðan veitt síðla janúar eða í upphafi febrúar. Óháðar tilnefninganefndir, skipaðar þremur dómbærum fulltrúum, velja þær fimm bækur í hvorum flokknum sem helst þykja skara fram úr. Lokaval er í höndum formanna nefndanna tveggja og forsetaskipaðs dómnefndarformanns og velja þeir tvær bækur úr sitt hvorum flokki sem hljóta verðlaunin. Forseti Íslands afhendir verðlaunin á Bessastöðum við hátíðlega athöfn. Allir sem gefa út bækur á Íslandi geta lagt fram bækur til verðlaunanna, hvort sem þeir eru í Félagi bókaútgefenda eða ekki, og greiða fyrir það hóflegt gjald. Verðlaunaupphæðin var kr. 750.000 fyrir hvorn verðlaunahafa en hefur nú verið hækkuð í eina milljón króna. Íslensku bómenntaverðlaunin 2010 hlutu Gerður Kristný fyrir ljóðabókina Blóðhófni og Helgi Hallgrímsson fyrir grundvallarverkið Sveppabókin.

 

Nýjast