Boing 757 hringsólaði yfir Eyjafirði

Snertilendingar æfðar á Akureyrarflugvelli. Mynd: Friðrik Sigurðsson
Snertilendingar æfðar á Akureyrarflugvelli. Mynd: Friðrik Sigurðsson

Íbúar á Akureyri og nágrenni urðu margir hverjir varir við Boeing 757 þotu frá Icelandair sem flaug hring eftir hring um fjörðinn í gær. Þarna var samt engin neyð eða hættuástand yfirvofandi. Þarna voru nýjir flugmenn fyrirtækisins að æfa snertilendingar á flugvellinum á Akureyri. 

Friðrik Sigurðsson flugrekstrarfræðingur hafði á orði að flugmennirnir færu að geta lent blindandi en þeir tóku 25 snertilendingar áður en þeir sneru aftur til Keflavíkur. /epe

Nýjast