Boginn orðinn hreinn

Gervigrasið í Boganum var sótthreinsað á dögunum með góðum árangri.
Gervigrasið í Boganum var sótthreinsað á dögunum með góðum árangri.

Vel tókst til með sótthreinsun á gervigrasinu í fjölnotahúsinu Boganum á Akureyri og segir Sigfús Ólafur Helgason að húsið sé nú tandurhreint. “Þetta tókst framar björtustu vonum. Sýni voru tekin eftir hreinsunina og komu niðurstöðurnar í vikunni. Þær sýna að hér er allt orðið hreint og fínt, eins og að var stefnt. Áfram verður fylgst með húsinu og hvernig mál koma til með að þróast,” segir Sigfús.

Hann segir að tíminn leiði svo í ljós hvernær þarf að hreinsa aftur. “Þetta er jafnframt ákall til notenda hússins um að ganga vel um það.” Sigfús segir að í framhaldi af þessari umræðu um ástandið í Boganum hafi forsvarsmenn húsanna fyrir sunnan farið í sömu aðgerðir. “Auðvitað er ástandið þar það sama og hér en við vorum brautryðjendur í þessu sem og mörgu öðru.”

Eins og fram hefur komið í fréttum bar nokkuð á því að knattspyrnufólk fengi sýkingar í opin sár, vegna óhreininda í gervigrasinu. Því var ráðist í að sótthreinsa það. Helsta ástæðan fyrir óþrifnaðinum er sú að allt of margir hrækja eða snýta sér í völlinn.

Nýjast