Böðvar Þórir hættur sem þjálfari Þórs

Stjórn körfuknattleiksdeildar Þórs og Böðvar Þórir Kristjánsson, þjálfari meistaraflokks karla, hafa í sameiningu ákveðið að leiðir skilji eftir eins árs samstarf, en frá þessu er greint á heimasíðu Þórs.

Böðvar tók við liðinu síðastliðið vor eftir sárt fall úr efstu deild og tók við gjörbreyttu liði frá árinu áður.  Undir hans stjórn lenti liðið í 8. sæti fyrstu deilda með 6 sigra í 18 leikjum.

Nýjast