Böðull eða Bjargvættur? - Vera Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á Íslandi

Hvort er líklegra að vera sjóðsins hér á landi verði þjóðinni til bölvunar eða blessunar? Þjónar sjóðurinn hagsmunum þjóðarinnar, íslenskra fjármálastofnanna og stórfyrirtækja eða erlendra fjárfesta? Vinnur Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn með stjórnvöldum eða stjórnar hann þeim á bak við tjöldin? Gætum við kannski komist af án hans? Þessum spurningum og fleirum verður velt upp á þriðja borgarafundi vetrarins sem fram fer í Deiglunni á morgun, laugardaginn 21. nóvember n.k. og hefst kl. 15:00.  

Framsögumenn eru: Gunnar Skúli Ármannsson, læknir á Landsspítalanum, Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, stjórnsýslufræðingur og Gísli Aðalsteinsson, hagfræðingur og forstöðumaður skrifstofu fjármála hjá FSA Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri. Fundarstjóri: Edward H. Huijbens.

Fjármálaráðherra og öðrum þingmönnum kjördæmisins hefur verið boðið að taka sæti í pallborði þessa fundar og munu mæta einn frá hverjum flokki er þeir koma því við vegna annarra starfa.  Verði pallborðið þunnskipað þingmönnum munu framsögumenn taka sæti þar líka. Borgarafundanefndin hvetur fólk til að mæta á fundinn og skapa líflega umræðu um þetta brýna málefni.

Nýjast