Boðuðum niðurskurði á Sjúkrahúsinu á Akureyri mótmælt

Sjúkrahúsið á Akureyri. Mynd: Hörður Geirsson.
Sjúkrahúsið á Akureyri. Mynd: Hörður Geirsson.

Á fundi bæjarráðs Akureyrar í morgun var samþykkt bókun, þar sem mótmælt er þeim  niðurskurði sem boðaður hefur verið á Sjúkrahúsinu á Akureyri á árinu 2012. Um sé að ræða mikla þjónustuskerðingu og umtalsverða fækkun leguplássa. Sjúkrahúsið á Akureyri er samkvæmt lögum varasjúkrahús Landspítalans og því mikilvægt að standa vörð um stofnunina. Þá mun niðurskurður á öðrum heilbrigðisstofnunum í nærliggjandi sveitum enn auka álagið á Sjúkrahúsið á Akureyri og því nauðsynlegt að efla starfsemi þess fremur en að skerða hana.

Nýjast