Boðað verði til fulltrúaráðsfundar í Stapa lífeyrissjóði

Stjórn og trúnaðarmannaráð Framsýnar samþykkti á fundi sínum í gærkvöld að fara þess á leit við stjórn Stapa- lífeyrissjóðs að þegar í stað verði boðað til fulltrúaráðsfundar í sjóðnum þar sem farið verði yfir skýrslu úttektarnefndarinnar sem skipuð var til að skoða málefni lífeyrissjóðanna í aðdraganda bakahrunsins. Þá telur Framsýn mikilvægt að boðað verði til sjóðsfélagafunda í kjölfarið þar sem félagsmönnum aðildarfélaga sjóðsins verði gefið tækifæri til að fá kynningu á stöðu sjóðsins og næstu skrefum varðandi starfsemina út frá athugasemdum úttektarnefndarinnar. 

Nýjast