Boðað til þingrofs og kosninga þann 29. október
Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra Íslands, tilkynnti við upphaf þingfundar klukkan hálf tvö í dag að boðað verði til þingrofs og kosninga til Alþingis þann 29. október næstkomandi. Sigurður Ingi las upp forsetabréf þessa efnis eftir að hafa fundað með Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, fyrr í dag.
Stjórnarandstöðuþingmenn tóku til máls og fögnuðu þingrofstillögu forsætisráðherra. Þeir rifjuðu m.a. upp ástæður þess að ákveðið var að flýtja þingkosningum. Það hefði gerst í kjölfar birtingu Panama-skjalanna og afsagnar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar sem forsætisráðherra sem hefði ekki sagt satt frá eignum í skattaskjólum. Þá minntu þingmenn stjórnarandstöðunnar á að það sama hafi átt við um fleiri ráðherra.
Fréttin var uppfærð kl: 14:07