Í kvöld, á Þorláksmessu, verður farin blysför í þágu friðar á Akureyri. Gengið verður frá Samkomuhúsinu kl. 20.00 og út á Ráðhústorg. Þar flytur Solveig Lára Guðmundsdóttir sóknarprestur ávarp og Eyrún Unnarsdóttir syngur. Aðstandendur göngunnar hvetja fólk til að taka þátt og sýna þannig hug sinn í verki. Sýnum hug okkar um stríðið og friðinn á jólum. Það er orðin hefð. Stórveldi heyja stríð og hóta stríði við Miðjarðarhaf, í Asíu og Afríku. Verkefnin eru óvenju mikil fyrir friðarhreyfingar, segja friðarsinnar í VG.