Blíða en smávægileg væta

Það ætti að viðra þokkalega til göngutúara með hundana nú um  helgina því útlit er fyrir framhlad á blíðunni sem verið hefur þó sólin muni ekki láta sjá sig. Spáð er hægri suðlægri átt í dag, skýjuðu að mestu til með dálítilli vætu seint í dag. Á morgun er gert ráð fyrir hægviðri og lítilli úrkomu. Á sunnudaginn, sjómannadag, er áframhaldandi hægviðrisspá, skýjað að mestu leyti en úrkomulítið. Á myndinni má sjá Auðbjörgu Kristinsdóttur viðra hundana úti í þorpi. Myndina tók Þorgeir Baldursson.

Nýjast