Bústólpi mun í vor bjóða bændum í Eyjafirði og víðar upp á bleikt rúlluplast til styrktar baráttunni gegn brjóstakrabbameini. Verkefnið er unnið í samstarfi við framleiðandann Trioplast í Svíþjóð en þrjár evrur eða 425 krónur af hverri seldri rúllu renna til Krabbameinsfélagsins. Hanna Dögg Maronsdóttir, aðstoðar framkvæmdastjóri Bústólpa, segir þetta í fyrsta sinn sem bleikt rúlluplast sé í boði hér á landi. Lengri frétt um þetta mál má nálgast í prentútgáfu Vikudags sem kemur út í dag.
-Vikudagur, 23. mars