Bleikar heyrúllur um öll tún í sumar

Það verða bleikar rúllur og hoppandi fjör um allt land í sumar
Það verða bleikar rúllur og hoppandi fjör um allt land í sumar

Í sumar munu bleikar heyrúllur skreyta tún bænda um allt land í fyrsta sinn. Þetta uppátæki tengist átaki bænda, dreifingaraðila og framleiðanda heyrúlluplasts um að minna á árvekni um brjóstakrabbamein og styrkja málefnið á sama tíma.

Framleiðandinn Trioplast, innlendir dreifingaraðilar og bændur, leggja hver fram andvirði um 1 EUR hver eða samtals 425 krónur af hverri seldri bleikri plastrúllu sem hver dugar á 26 bleikar heyrúllur á túni ef vafið er sexfalt. Andvirði söfnunarfjár átaksins mun ganga til endurnýjunar tækja til brjóstamyndatöku í Leitarstöð Krabbameinsfélagsins.

Upprunalega hugmyndin er frá við­ skiptavini framleiðanda heyrúlluplastsins, Trioplast, á Nýja Sjálandi sem bað um bleikt rúlluplast til að minna á árvekni vegna brjóstakrabbameins. Í framhaldinu voru gerðar tilraunir með bleika litinn og tryggt að hann standist ítrustu kröfur bænda. Nú þegar hafa bleikar heyrúllur hafið innreið sína í Noregi, Svíþjóð, Þýskalandi, NýjaSjálandi, Sviss, Bretlandi og Írlandi og fjölda annarra landa og vakið mikla athygli.

Framleiðandi heyrúlluplastsins er Trioplast en fyrirtækið er sænskt og hafa vörur félagsins verið til sölu á Íslandi í meira en 20 ár. Umboðsaðili Trioplast á Íslandi, Plastco hf. hefur umsjón með verkefninu. Dreifingaraðilar eru Kaupfélag Skagfirðinga, Bú­ stólpi, Sláturfélag Suðurlands og Kaupfélag Vestur-Húnvetninga, Kaupfélag Borgfirðinga, Kaupfélag Steingrímsfjarðar og KM þjónustan Búðardal. Bændur geta allir tekið þátt með því að nálgast bleikt heyrúlluplast hjá dreifingaraðilum.

-Vikudagur, 12. maí

Nýjast