Björt framtíð og Viðreisn bjóða ekki fram á Akureyri

Bæjarstjórarnarkosningar fara fram 26. maí nk.
Bæjarstjórarnarkosningar fara fram 26. maí nk.

Björt framtíð og Viðreisn munu ekki bjóða fram á Akureyri í sveitarstjórnarkosningunum í vor. Preben Jón Pétursson, bæjarfulltrúi Bjartrar framtíðar á Akureyri, mun vinna með L-listanum í komandi sveitarstjórnarkosningum og þá hyggst formaður Viðreisnar á Akureyri, Hildur Bettý Kristjánsdóttir, einnig taka sæti hjá L-listanum.

Frá þessu var greint á vef Rúv.

Preben segir á vef Rúv að hann ætli sér ekki að taka sæti ofarlega á lista L-listans, en verður mögulega kosningastjóri flokksins. Preben hefur verið bæjarfulltrúi Bjartrar framtíðar á Akureyri síðan 2014. Hann var oddviti flokksins í NA-kjördæmi í Alþingiskosningunum 2016, en náði ekki kjöri.

Framboðslisti L-listans verður tilkynntur 18. mars á 20 ára afmæli flokksins. 

Nýjast