Björt framtíð íhugar framboðsmál
Við höfum þegar tekið ákvörðun um að skoða málið til hlítar, segir Preben Jón Pétursson varaþingmaður Bjartrar framtíðar í Norðausturkjördæmi spurður um hugsanlegt framboð flokksins við komandi bæjarstjórnarkosningar á Akureyri.
Preben Jón var síðast kosningastjóri L-listans á Akureyri og er formaður skólanefndar bæjarins. Á landsvísu er allt opið í þessum efnum, það kemur líka vel til greina að lýsa yfir stuðningi við einhver framboð sem okkur hugnast sérstaka. Það er alveg ljóst að við komum til með að taka þátt í kosningunum með einum eða öðrum hætti.
karleskil@vikudagur.is