Birgir Jakob var svo aftur á ferðinni fyrir Björninn á 11. mínútu annars leikhluta og kom gestunum í 3:0. Jón Benedikt Gíslason náði að minnka muninn fyrir SA í 3:1 tveim mínútum síðar og þannig stóðu leikar fyrir þriðja og síðasta leikhluta.
Það var hins vegar Björninn sem átti lokaorðið í leikum í kvöld með marki sjö mínútum fyrir leikslok í þriðja leikhluta og þar var að verki Brynjar Freyr Þórðarson. Lokatölur 4:1 sigur Bjarnarins sem hefur tekið forystuna í einvígi liðanna um Íslandsmeistaratitilinn.
Liðin mætast að öðru sinni í Skautahöll Akureyrar á morgun og hefst leikurinn kl. 17:00.