Björn Valur stefnir á 2.-3. sæti á lista VG

Björn Valur Gíslason hefur ákveðið að taka þátt í forvali Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Norðausturkjördæmi og stefnir á að skipa 2.-3. sæti lista flokksins fyrir alþingiskosningarirnar 25. apríl nk. Jafnframt lýsir hann stuðningi við formann flokksins, Steingrím J. Sigfússon, í fyrsta sæti framboðslistans.  

Björn Valur er einn af stofnendum VG og hefur starfað í flokknum frá stofnun hans. Á sínum tíma sat hann á Alþingi fyrir Alþýðubandalagið sem varamaður Steingríms J. Sigfússonar. Við síðustu Alþingiskosningar skipaði Björn Valur þriðja sætið á framboðslista VG í Norðausturkjördæmi og hefur sem fyrsti varamaður tekið nokkrum sinnum sæti á Alþingi á yfirstandandi kjörtímabili fyrir Steingrím J. Sigfússon og Þuríði Bachman.

Nýjast