Björgunarsveitir víða að störfum

Trampólín fauk á Svalbarðseyri. Mynd: Hörður Geirsson.
Trampólín fauk á Svalbarðseyri. Mynd: Hörður Geirsson.

Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar voru víða að störfum seint í gærkvöld og nótt vegna veðurs. Mest var að gera á höfuðborgarsvæðinu þar sem tvær björgunarsveitir voru kallaðar út og sinntu þær 32 aðstoðarbeiðnum af öllu tagi. Mikið var um lausar þakplötur og girðingar og auglýsingaskilti fjölmargra fyrirtækja voru til vandræða.

Á Svalbarðseyri fauk trampólín, á Akranesi fauk byggingarefni við Dvalarheimili aldraðra í bænum, á Kópaskeri losnuðu þakplötur af húsi og í Stykkishólmi losnaði þakkantur á Brugghúsinu og annar af íbúðarhúsi. Björgunarsveitir á Suðurnesjum þurftu svo að huga að sínu eigin björgunarskipi í höfninni í Sandgerði snemma í morgun.

 

Nýjast