Notuðst þeir við 5 björgunarsveitarbifreiðar og snjóbíl. Var fólkið ferjað niður af Skarðinu og þaðan flutt til Akureyrar í björgunarsveitarbifreiðum og rútu sem hafði verið send til móts við hópinn. Tæplega 20 bifreiðar voru skildar eftir á Víkurskarði og um 50 manns flutt úr þeim til Akureyrar. Aðgerðinni lauk um kl. 08:00 í morgunsárið. Víkurskarð sem og leiðin til Grenivíkur eru ófær, þá er þæfingur á leiðinni til Dalvíkur og leiðin á milli Dalvíkur og Ólafsfjarðar er lokuð vegna snjóflóða.
Skemmtanahald gekk áætlega fyrir sig á Akureyri í nótt þrátt fyrir ofankomuna, margt var á skemmtistöðum bæjarins og féllu fjöldamörg verkefni til hjá lögreglu. Einn ökumaður var tekinn grunaður um ölvun við akstur og reyndist hann einnig hafa neytt kannabisefna. Var hann sviptur ökuréttindum.