Björgunarsveitarfólk segir að sér þrengt

Leiðin á milli Hafnarstétt 1. og 3 mun lokast með tengibyggingu ef tillögurnar ná fram að ganga. Myn…
Leiðin á milli Hafnarstétt 1. og 3 mun lokast með tengibyggingu ef tillögurnar ná fram að ganga. Mynd/epe

Fyrir skipulags- og framkvæmdaráði Norðurþings liggur tillaga að breytingu deiliskipulags miðhafnarsvæðis á Húsavík.

Breytingartillagan felur í sér ýmsar breytingar sem ræddar hafa verið í skipulags- og framkvæmdaráði á undanförnum mánuðum. Meðal breytinga er stækkun skipulagssvæðisins þannig að miðhafnarskipulagið taki yfir lóðir og viðlegukannta Naustagarðs og slippsins.

Ennfremur gerir tillagan ráð fyrir að Hafnarstétt 1 og 3 verði tengd með viðbyggingu til samræmis við hugmyndir sem áður hafa verið kynntar ráðinu.

Þar er vísað til uppbyggingar þekkingar og frumkvöðlaseturs sem áður hefur verið fjallað um í Vikublaðinu. Langanes ehf. hefur keypt neðri hæð Hafnarstéttar 1 og hefur nú þegar gert langtíma leigusamning við Þekkingarnet Þingeyinga. Fyrirhuguð tengibygging mun loka á umferðarleið milli húsanna sem skilgreind er í gildandi deiliskipulagi, en í stað þeirrar leiðar er gert ráð fyrir kvöð um nýja umferðarleið milli Hafnarstéttar 3 og Hafnarstéttar 5.

Skipulags- og framkvæmdaráð lagði til við byggðaráð, í sumarleyfisumboði sveitarstjórnar, að skipulagstillagan verði kynnt skv. ákvæðum skipulagslaga og til samræmis við minniháttar breytingar samþykktar á fundinum.

Björgunarsveitarfólk segir að sér þrengt

Birgir Mikaelsson formaður björgunarsveitarinnar Garðars er ómyrkur í máli þegar blaðamaður ber tillöguna að breyttu deiliskipulagi undir hann. „Það lokast ekki bara umferðarleiðin sem nú er í notkun heldur hverfa öll bílastæðin á bak við Hafnarstétt 3,“ segir Birgir en Björgunarsveitin er með aðstöðu í Nausti sem stendur á bak við Hafnarstétt 5.

Birgi lýst illa á að gerð verði ný umferðarleið á milli Hafnarstéttar 3 og 5. „Þetta er náttúrulega varla leið þó að það verði teknir þessi blómapottar sem eru á milli húsanna ásamt svölum og tröppum á suðurhlið Hafnarstéttar 5.“ Aðspurður segir Birgir að honum þyki líklegt að Garðar muni senda frá sér neikvæða umsögn við tillöguna. „Við eiginlega bara verðum að gera það. Miðað við söguna þá áttu húsin fyrir framan björgunarsveitarhúsið að hverfa. Því var lofað þegar Naust var keypt. Svo þegar menn voru keyptir þarna út fyrir framan okkur, þá kom bara annar í staðinn. Það er því bara búið að þrengja meira að okkur. Þetta er leiðinda saga allt saman,“ útskýrir Birgir.

Guðmundur Salómonsson, sem er yfir húsfélagi björgunarsveitarinnar tekur undir með Birgi. „Persónulega líst mér illa á þetta. Þessi leið sem nú er opin er mikið notuð og að ætla nota leiðina á milli Hafnarstéttar 3. og 5. gerir ekki neitt fyrir björgunarsveitina." Hann segir nýju leiðina ekki veita nægilegt aðgengi að Nausti, það sé deginum ljósara


Nýjast