Bjórböðin gengið vonum framar

Vikudagur hefur áður fjallað um Bjórböðin sem opnuð voru hjá Bruggverksmiðjunni Kalda í júní. Um sérstaka bjórheilsulind er að ræða þar sem einnig eru heitir pottar og hægt að fara í nudd. Körin eru alls sjö og eru í 400 fm timburhúsi á Árskógssandi í Eyjafirði skammt frá bruggverksmiðjunni. Í þeim er hefðbundinn bjór, auk þess sem honum er blandað saman við saltvatn, humla og ger sem búið er að nota í bjórframleiðsluna. Rétt er að taka fram að bjórinn sem notaður er í böðin er ekki hæfur til drykkjar en bjórkranar eru við hvert ker fyrir þá sem náð hafa aldri. Ragnheiður Ýr Guðjónsdóttir sagði í samtali við Vikudag að viðtökurnar þessar fyrstu vikur væru vonum framar. „Við bjuggumst aldrei við svona góðu fyrsta sumri,“ sagði hún.

Nánar má lesa um þetta í prentútgáfu Vikudags.

- Vikudagur, 27. júlí 2017

Nýjast