Vífilfell á Akureyri var með á boðstólnum sex tegundir af sterkum bjór, fimm af léttum bjór auk hinna árstíðabundnu bjórtegunda jóla- og páskabjórsins. Þá er ein ný tegund af sterkum bjór í reynslusölu og nefnist hann Stout. Þá framleiðir fyrirtækið fjórar tegundir af gosdrykkjum í gleri auk tveggja vatnstegunda. Langsöluhæsti drykkurinn frá Vífilfell á árinu var bjórinn Víking Gylltur, seldur í 3,2 milljónum lítra og með rúmlega 16 % heildarmarkaðshlutdeild. Unnsteinn segir að á árinu 2009 verði sömu tegundir í boði áfram hjá fyrirtækinu og á hann von á lítillegri aukningu í framleiðslu. Hann segir bjartsýni ríkja hjá fyrirtækinu en jafnframt séu menn raunsæir. Miklu skipti að rekstrarumhverfi skáni í nánustu framtíð.
Bruggsmiðjan á Árskógsströnd framleiddi og seldi um 260 þúsund lítra af bjór á árinu 2008. Mest selda vara verksmiðjunnar var Ljós Kaldi, en hann seldist í 150 þúsund lítrum og var um 57,7 % af framleiðslu verksmiðjunnar. Aðrar vörur sem Bruggsmiðjan á Árskógsströnd bauð upp á auk voru Dökkur Kaldi, Kaldi. Páska Kaldi og Jóla Kaldi og Gullfoss. Agnes Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Bruggsmiðjunnar sagðist vera bjarsýn fyrir framhaldið á árinu 2009 og á von á því að framleiðsla verksmiðjunnar aukist verulega og verði um 350 þúsund lítrar á árinu. Agnes hlaut á dögunum hvatningarverðlaun FKA, Félags kvenna í atvinnurekstri, fyrir athyglisvert frumkvæði.