Bjarni Fritzson, leikmaður Akureyrar, var valinn besti leikmaður umferða 8-14 í N1-deild karla í handknattleik en valið var tilkynnt í hádeginu í höfuðstöðum HSÍ. Þjálfari Akureyrar, Atli Hilmarsson, var jafnframt valinn besti þjálfarinn og þá fékk liðið einnig viðurkenningu fyrir bestu umgjörðina. Vilhelm Gauti Bergsveinsson, leikmaður HK, var valinn besti varnarmaðurinn og þeir Anton Gylfi Pálsson og Hlynur Leifsson besta dómaraparið.
Bjarni hefur spilað frábærlega með liði norðanmanna í undanförnum leikjum og vel að nafnbótinni kominn. Hann er oftar en ekki markahæsti leikmaður liðsins og er einnig duglegur í að leita uppi félaga sína og skilar varnarvinnunni vel.
Einnig var valið í lið umferða 8-14 sem er skipað eftirtöldum leikmönnum:
Markvörður
Daníel Freyr Andrésson | FH
Línumaður
Atli Ævar Ingólfsson | HK
Vinstra Horn
Freyr Brynjarsson | Haukar
Vinstri Skytta
Anton Rúnarsson | Valur
Hægra Horn
Bjarni Fritzson | Akureyri
Hægri Skytta
Örn Ingi Bjarkason | FH
Miðjumaður
Ólafur Bjarki Ragnarsson | HK