30. desember, 2008 - 10:39
Fréttir
Bjarki Gíslason, frjálsíþróttamaður úr UFA bætti um helgina Íslandsmet sitt í stangarstökki um 1 cm þegar hann fór
yfir 4, 61 m á Áramóti Fjölnis í Reykjavík. Árangurinn dugði Bjarka að sjálfsögðu til sigurs í stangarstökkinu en
einnig varð han n í þriðja sæti í 60 m hlaupi. Bjartmar Örnuson, félagi Bjarka í UFA sigraði í 800 m hlaupi á sama móti.
Keppendum frá UMSE gekk einnig vel á mótinu. Anton Orri Sigurbjörnsson frá Grenivík sigraði í 800 m hlaupi sveina 15-16 ára. Þá
sigraði Gunnar Örn Arnórsson sem einnig er frá Grenivík í hástökki karla. Steinunn Erla Davíðsdóttir úr Arnarneshreppi
nældi sér í tvö silfur, í 60 m hlaupi og 200 m hlaupi.