Bjarki Baldvinsson í KA

Gunnlaugur Jónsson þjálfari KA og Bjarki Baldvinsson. Mynd: Heimasíða KA.
Gunnlaugur Jónsson þjálfari KA og Bjarki Baldvinsson. Mynd: Heimasíða KA.

Húsvíkingurinn Bjarki Baldvinsson hefur gengið til liðs við  knattspyrnulið KA og mun hann spila með liðinu í 1. deildinni næsta sumar.  Gengið var í dag frá samningi við Bjarka til tveggja ára, en frá þessu er greint á heimasíðu KA. Bjarki er 21 árs miðjumaður og hefur allan sinn feril leikið með Völsungi.

 

„Ég er mjög ánægður með þennan samning. Ég hef spilað tæplega 100 leik með mínu uppeldisfélagi, en núna fannst mér tímabært að taka næsta skref og fara í sterkari deild,“ segir Bjarki á heimasíðu KA. „Ástæðan fyrir því að ég valdi KA er einfaldlega sú að mér líst bara mjög vel á félagið og Gulla (Gunnlaug Jónsson) þjálfara og þekki ágætlega til nokkurra leikmanna í liðinu. Til dæmis erum við Hallgrímur Mar (Steingrímsson) jafnaldrar og fylgdumst því að lengi í Völsungi. Mér líst bara mjög vel á að taka slaginn með KA,“ segir Bjarki.

Nýjast