Birna hlýtur tilnefningu til Grímunnar

Birna Pétursdóttir.
Birna Pétursdóttir.

Söngleikurinn Benedikt búálfur hlýtur tilnefningu til Grímunnar, íslensku sviðslistaverðlaunanna en tilnefningarnar voru opinberaðar í gær. Birna Pétursdóttir hlýtur tilnefningu í flokknum Leikkona ársins 2021 í aukahlutverki en Birna leikur Daða dreka eftirminnilega í söngleiknum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Menningarfélagi Akureyrar.

Gríman er með óvenjulegu sniði í ár vegna heimsfaraldursins. Til að mynda færast sviðslistaverkið Tæring og grínleikurinn Fullorðin báðar yfir á næsta verðlaunaár.  Gríman verður afhent á morgun, fimmtudag í Tjarnarbíói og verður einnig í beinni útsendingu á Rúv. 


Nýjast