Þórsarinn Birkir Heimisson skoraði fyrra markið í leik U17 landsliða karla í gær, mánudag þegar Ísland vann 2-0 sigur á Finnum í undirbúningsmóti UEFA sem fram fer í Finnlandi. Ísak Ólafsson Breiðabliki skoraði seinna markið. Þá kom Hermann Helgi Rúnarsson inn á sem varamaður á 65. mínútu.
Auk Íslands og Finnlands taka Svíþjóð og Rússland þátt, en síðarnefndu þjóðirnar gerði 1-1 jafntefli í gær. Þessi úrslit þýða að Ísland mun hafna í efsta sæti mótsins burtséð frá úrslitum leikja í lokaumferðinni á miðvikudag, þar sem Finnar eru með 3 stig, en Rússar og Svíar eitt stig, og einungis Finnar geta náð Íslandi að stigum. Þar standa Íslendingar þó betur að vígi vegna innbyrðis viðureignarinnar í dag. /eipi