Birkir Blær í beinni á Vamos

Tónlistarmaðurinn Birkir Blær Óðinsson frá Akureyri stígur á svið í kvöld í sænsku Idol söngvakeppninni. Hann er einn af 10 keppendum sem eftir eru  í keppninni og hefur hann hlotið mikið lof dómnefndarinnar í gegn um alla keppnina.

Idol þáttur kvöldsins verður í beinni útsendingu á skemmtistaðnum Vamos við Ráðhústorg. Á föstudag fyrir viku  var þátturinn fyrst sýndur beint frá Vamos eftir að Birkir Blær og stjúpfaðir hans, Eyþór Ingi Jónsson sömdu við sænsku sjónvarpsstöðina TV4 og fengu undanþágu til að sýna frá þættinum í heimabæ Birkis Blæs.

Birkir Blær mun flytja lagið Yellow sem Coldplay gaf út árið 2000 en þema þáttarins er að keppendur flytji lag sem gefið var út á fæðingarári sínu.

Margir komu saman á Vamos fyrir viku síðan og sköpuðu frábæra stemningu. Það er því um að gera að vera snemma á ferðinni til að tryggja sér pláss á staðnum en útsending hefst klukkan 18. Og verður þættinum varpað á breiðtjald og spilaður í gegn um hljóðkerfi.

 

 


Athugasemdir

Nýjast