Birkir Blær heldur útgáfutónleika á Græna hattinum

Birkir Blær.
Birkir Blær.

Tónlistarmaðurinn Birkir Blær heldur tónleika á Græna hattinum annað kvöld, fimmtudaginn 1. október í tilefni af útgáfu fyrstu plötu sinnar Patience. Birkir flytur öll lög plötunnar með hljóðfærin og loopgræjuna sína í bland við vel valdar ábreiður og hann mun einnig frumflytja nýtt efni. Sérstakur gestur verður Hreinn Orri. Tónleikarnir hefjast kl. 21.00.

Stjórnin heldur svo tónleika á Græna hattinum á föstudags- og laugardagskvöldið 2. og 3. október. Stjórnina skipa þau Sigríður Beinteinsdóttir, Grétar Örvarsson, Eiður Arnarsson, Kristján Grétarsson og Sigfús Óttarsson. Húsið opnar kl. 20:00 og tónleikarnir hefjast kl. 21.00. Uppselt er bæði kvöldin.


Nýjast