Birkir Blær flaug áfram í sænska Idolinu - Myndband

Birkir Blær er að slá í gegn í Svíþjóð.
Birkir Blær er að slá í gegn í Svíþjóð.

Birkir Blær Óðinsson, tónlistarmaðurinn ungi frá Akureyri, flaug áfram í sænsku Idol söngkeppninni í gærkvöld. Birkir flutti lagið Húsavík (My Home Town) úr Netflixmyndinni Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga og gerði það með mikilli prýði þrátt fyrir að vera með hálsbólgu, enda fékk hann lof fyrir frammistöðuna.

„Þú ert besti söngvarinn sem við erum með í keppninni í ár, að geta gert það sem þú gerðir í kvöld þrátt fyrri hálsbólgu,“ sagði einn dómaranna um frammistöðu Birkis og ráðlagði honum að springa enn meira út og sýna meira af persónuleika sínum á sviðinu, því hann hefði svo sannarlega efni á því.

Nú þarf hann að bíða í viku til að sjá hvort frammistaðan hefur dugað honum til að komast áfram en opið er fyrir símakosningu í viku eftir hvern flutning. Nú eru  11 keppendur eftir en einn dettur út í viku hverri þar til sjálft úrslitakvöldið fer fram í desember.

HÉR má sjá myndband af flutningi Birkis í heild sinni

Birkir Blær flutti lagið No Good eftir íslensku hljómsveitina Kaleo á föstudag, síðustu viku. Sú frammistaða féll virkilega í kramið hjá dómnefndinni og greinilega einnig hjá sænsku þjóðinni sem kaus Birki áfram fyrir þann flutning. Nú verður spennandi að sjá hvort flutningur hans frá því í gær hefur heillað jafn mikið var, með miklum tilþrifum. Dómararnir jusu hann lofi en áhorfendur ráða - og kusu Birki einmitt áfram í kvöld fyrir þá frammistöðu. 

 

 


Athugasemdir

Nýjast