Birkifeti gerir usla í berjalöndum út með Eyjafirði
Sigurbjörg segir ber enn óþroskuð og líklega þurfi berjatínslufólk að bíða í um það bil hálfan mánuð enn þar til berin verði orðin góð. Hún telur að nóg verði að krækiberjum þetta haustið og verði tíð góð næstu daga megi segja það sama um bláberin. Berjatínslufólk muni þó hafa skemmri tíma en oft áður til að ná í berin og jafnvel þurfi það að leggja meira á sig, fara lengra og leita víðar til að ná í það magn sem það kýs.Birkifeti gerði berjafólki lífið leitt í fyrrahaust og ljóst að hann hefur langt í frá sagt skilið við berjalönd út með firði, en Sigurbjörg segir að hún hafi aldrei sé jafnmikið af honum og nú í sumar.
Kuldinn í vor og fyrrihluta sumars hafi ekki haft nein áhrif á birkifeta og sér virðist sem hann sé heldur að færast í aukana en hitt. Víða eru miklar skemmdir á lyngi af hans völdum. Birkifeti er fiðrildategund, lifrurnar leggjast á berjalyngið, éta það og verður það rautt yfir að líta eftir að þær hafa farið um svæðið. Birkifeti verpir um mitt sumar og fara lirfurnar á stjá upp úr miðjum júlí. Þær leggjast m.a. á birki, fjalldrapa og berjalyng og éta eins og þær geta í sig látið. Þær púpa sig að hausti og verða að fiðrildum á ný að vori. Mófulgar gera sér svo birkifetann að góðu, m.a. lóur og spóar.