Bílvelta í Fnjóskadal í dag

Bifreið valt í Fnjóskadal um hálffjögur leytið í dag. Að sögn lögreglunnar á Akureyri var ungt fólk í bílnum, tveir menn og ein kona, sem öll sluppu við alvarleg meiðsl en ökumaðurinn hlaut minniháttar skurð í veltunni. Bíllinn er aftur á móti talinn ónýtur og fór því betur en á horfðist. Að öðru leyti er dagurinn í dag búinn að vera í rólegri kantinum hjá lögreglunni á Akureyri.  

 

Nýjast