Bílvelta á Öxnadalsheiði
Ökumaður bifreiðar sem valt eina og hálfa veltu á Öxnadalsheiði í gærkvöldi var fluttur á slysadeild en meiðsli hans voru ekki talin alvarleg. Bíllinn er hins vegar gjörónýtur.
Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Akureyri varð slysið á háheiðinni. Þar er nú unnið að vegaframkvæmdum og verið er að leggja nýtt bundið slitlag á veginn. Hámarkshraði hafði verið lækkaður í 50 kílómetra á klukkustund en ökumaður gætti ekki að sér og missti stjórn á bifreiðinni.
Lögreglan beinir þeim tilmælum til ökumanna að virða hámarkshraða, hann sé ekki lækkaður að ástæðulausu þegar um vegaframkvæmdir er að ræða.
-epe