Bíll valt í Öxnadal í gærkvöld

Jeppi fór útaf veginum í Öxnadal skammt frá Akureyri um kvöldmatarleytið í gær. Fimm manns voru í bílnum og slapp fólkið með litla áverka eftir veltuna. Jeppinn, sem dró stórt hjólhýsi í eftirdragi, var að fara fram úr öðrum bíl sem hafði kerru í eftirdragi þegar óhappið varð.

Við framúraksturinn rákust hjólhýsið og kerran saman með þeim afleiðingum að jeppinn fór útaf veginum og fór í minnsta eina veltu en hin bifreiðin flaug útaf veginum hinumegin en lenti á hjólum og engan sakaði í þeim bíl. Fólkið úr jeppanum var flutt á sjúkrahúsið á Akureyri til aðlynningar en var útskrifað að því loknu, segir á fréttavef Vísis.

Nýjast