Nokkuð er um að bílum sé lagt við aðalinnganginn á Dvalarheimilinu Hlíð og hindra þannig aðkomu sjúkrabíla og ferlibíla. Halldór Guðmundsson, framkvæmdastjóri Öldrunarheimila Akureyrar, segir starfsfólk verða vart við þennan vanda. Aðstandandi heimilismanns á Hlíð hafði samband við blaðið eftir heimsókn þar sem hann varð vitni að því að bíl hafði verið lagt í hringnum við aðalinnganginn og kom þannig í veg fyrir að ferlibíl kæmist að honum.
Halldór segir að gera þurfi betur í að merkja svæðin og aðkomuleiðir en lengri frétt um málið má nálgast í Vikudegi.