Bíladagar hefjast í dag
Bíladagar eru einn stærsti íþróttaviðburður sinnar tegundar sem haldinn er á Íslandi og er einskonar árshátíð allra áhugamanna um mótorsport. Bílaklúbbur Akureyrar býður upp á tjaldsvæði á félagssvæði sínu þessa daga þar sem gestir hátíðarinnar geta fengið gúmmífnykinn beint í æð. Á svæðinu er einnig boðið upp á opnar æfingarbrautir fyrir alla gesti Bíladaga sem og Go-Kart leigu.
Bíladagar 2016 verða haldnir á 15.-18. júní.
Dagskrá
15.6.2015 | Drift | Bíladagar | BA | Akureyri | |
16.6.2015 | Auto - X | Bíladagar | BA | Akureyri | |
16.6.2015 | Sandspyrna | Bíladagar | BA | Akureyri | |
17.6.2015 | Bílasýning í Boganum | Bíladagar | BA | Akureyri | |
17.6.2015 | Græjukeppni í Boganum | Íslandsmót | BA | Akureyri | |
18.6.2015 | Götuspyrna | Íslandsmót | BA | Akureyri | |
18.6.2015 | Burnout | Bíladagar | BA | Akureyri | |
Nánari upplýsingar um hátíðina má finna á heimasíðu félagsins ba.is.
Einnig má sjá siðareglur bíladaga, kort af staðsetningu mótsvæðisins og dagskrá hátíðarinnar á meðfylgjandi skjali.